Morgunhugleiðsla: Sjálfstraust – Að vakna í eigin styrk
Mundu hver þú ert áður en dagurinn byrjar.
Þessi hugleiðsla er hönnuð til að kalla fram innri styrk og sjálfstraust – áður en dagurinn tekur yfir. Með rólegri öndun, styrkjandi setningum og róandi nærveru er þú hvött/hvatt/ur til að tengjast þínum innri kjarna: stað þar sem þú ert nóg, nákvæmlega eins og þú ert.
Þetta er ekki hugleiðsla þar sem þú „bætir við þig“ heldur þar sem þú tengist því sem er þegar til staðar – þínum innri styrk og trú á þig.
Hentar þér ef þú vilt:
– Ræsa innri styrk og sjálfstraust í upphafi dags
– Minna þig á að þú ert nóg
– Stíga inn í daginn með opnu hjarta og trú á eigin getu
– Þjálfa sjálfsvirðingu og sjálfsvitund
Lengd: 5 mínútur
Tónn: Róandi, styrkjandi, nærandi.
Engin reynsla af hugleiðslu nauðsynleg.
Upptökur: Stúdíó Bambus. Undirtónar eftir Stefán Örn Gunnlaugsson sem hægt er að hlusta á hér:
Þessi hljóðupptaka er persónuleg eign kaupanda og eingöngu ætluð til einkanotkunar. Það er hvorki leyfilegt að dreifa henni, deila né selja áfram.