MoonFire
Morgunhugleiðsla- Mildi (5 mín)
Morgunhugleiðsla- Mildi (5 mín)
Couldn't load pickup availability
Morgunhugleiðsla: Mildi
Byrjaðu daginn með mýkt og sjálfsumhyggju.
Þessi hugleiðsla hjálpar þér að mæta sjálfri/sjálfum þér af mildi í upphafi dags. Hún minnir þig á að þú þarft ekki að vera fullkomin(n/ð) - þú mátt einfaldlega vera þú. Með mjúkri öndun og rólegri leiðsögn talar þú til sjálfs þín af hlýju, áður en þú stígur út í daginn.
Þetta er stund til að stilla hugann á mýkt – ekki sem veikleika, heldur sem styrk. Þegar þú mætir sjálfri/sjálfu/m þér af mildi, verður auðveldara að mæta deginum og öðrum á sama hátt.
Hentar þér ef þú vilt:
– Styrkja sjálfsumhyggju og sjálfsvináttu
– Mæta þér með meiri mýkt og nærveru
– Byrja daginn án sjálfsgagnrýni eða streitu
– Rólega og hlýlega leiðsögn inn í daginn
Lengd: 5 mínútur
Tónn: Hlýr, mjúkur, róandi
Engin fyrri reynsla af hugleiðslu nauðsynleg.
Upptökur: Stúdíó Bambus. Undirtónar eftir Stefán Örn Gunnlaugsson sem hægt er að hlusta á hér:
Þessi hljóðupptaka er persónuleg eign kaupanda og eingöngu ætluð til einkanotkunar. Það er hvorki leyfilegt að dreifa henni, deila né selja áfram.
Share
