Safn: Moonfire List

Uppgötvaðu list sálar og skugga. Moonfire List er persónulegt safn listaverka eftir Írisi Ösp, þar sem náttúran, íhugun og fegurð ófullkomleikans fléttast saman. Hvert verk er boð um að sjá handan yfirborðsins - að finna, spegla og tengjast því sem býr óséð innra með þér.

Ég heiti Íris og er manneskjan á bakvið Moonfire. Ég er listakona og heilari frá Íslandi. Náttúrubarn sem dregst að hráum áferðum landsins og hljóðlátum sögum þess. Uppalin við sjóinn úti á landi. Listin mín er mikið tengd í náttúruna, tilfinningalegum sannleika og fegurð ófullkomleikans.

Verkin mín: Hringir – Circles, er ljósmyndasería sem fangar náttúruleg mynstur og hljóðlaus form í íslensku landslagi. Skuggar tilverunnar, eru þrívíðar myndir mótaðar úr steypuefni. Verkin bjóða þér að staldra við, horfast í augu við skuggana og finna styrk í því að faðma allt sem þú ert.
Verkin endurspegla sameiginlega reynslu okkar allra, þessa mannlegu tengingu sem sameinar okkur.

Annað boðar kyrrð í ytra umhverfi, hitt kallar fram hugrekki innra með okkur.

Ég lærði sjónræn samskipti, grafíska hönnun og ljósmyndun á Íslandi og á Ítalíu, þar sem ég dýpkaði ást mína á hönnun, áferðum og sjónrænum frásögnum. Hvort sem það er í gegnum linsu eða skúlptúr leita ég þess að endurspegla rýmið innra með okkur öllum sem er viðkvæmt, villt og raunverulegt.