Mánagaldur – The lunar witch box frá Moonfire – tólf mánar, tólf galdra, eitt ferðalag. Heim að dyrum.
Velkomin í Mánagaldur – mánaðarlega rítúalpakka frá Moonfire,
hannaðir fyrir þau sem vilja lifa í takt við náttúruna, hringrásir tunglsins og innri orkuna. Tólf mánar, tólf galdrar, eitt ferðalag. Heim að dyrum.
12 mánaða ferðalag í gegnum tunglið, árstíðirnar og innri töfra.

Í hverjum mánuði færðu kerti og kristal eða stein, jurtir eða annað töfradót til hreinsunar eða ásetnings– tilbúið rítúal sem kemur beint heim að dyrum. Auk þess leggjum við áherslu á einhverja ákveðna sjálfsvinnu í hverjum mánuði þar sem þú færð tækifæri til að vinna að fallegri sjálfsuppbyggingu.
Ef þú vilt byrja árið 2026 með reglulegri mánaðarlegri töfraathöfn, þá býður áskriftin upp á fallegan leiðarvísir í gegnum hvert tímabil. Mánagaldur er ferðalag. Ferðalag yfir 12 mánuði, 12 galdra, 12 umbreytinga – þar sem þú lærir að tengjast þér, náttúrunni og hinu ósýnilega dýpra en nokkru sinni fyrr.
Þetta er ekki bara áskrift. Þetta er helgihald og tækifæri fyrir þig til að tengjast þér dýpra í gegnum töfra og mánaðarlega sjálfsvinnu.
Panta þarf fyrir 15. hvers mánaðar til að tryggja kassann þinn og hefja ferðalagið.

Með hverri sendingu færðu:
✨Kerti mánaðarins – tákn orku þess tíma sem við ætlum að vinna með þann mánuð.
✨Kristal eða smárún – virkjaður með ásetningi.
✨Jurtapoka með íslenskum hreinsunarjurtum til að búa til te eða reykelsi, til að baða þig úr eða fyrir altarið., sage eða Palo Santo fyrir athöfn.
✨ Seiðkort – með leiðbeiningu fyrir mánaðarritúal.
✨ Óvæntan glaðning. Og þegar þú átt afmæli færðu sérstakan afmælis–seiðpakka, blessaðan og hannaðan fyrir þig þann mánuðinn.
Mánagaldur hjálpar þér að rísa inn í þína eigin tíðni, verða meðvituð um kraft þinn og skapa helga stund í mánuðinum – tíma fyrir þig, innra landslag þitt og hið eilífa ljós sem býr innra með þér. Meiriháttar tækifæri fyrir vinahópa til að koma saman og gera meira úr mánaðarlegu ritúölunum.
Moonfire kveikir ljósið, en þú kveikir galdurinn.

Panta þarf fyrir 15. hvers mánaðar til að tryggja kassann þinn og hefja ferðalagið.
Moonfire
Mánagaldur – The Lunar Witch Box – Janúar 2026
Deila
