Fara í upplýsingar um vöru
1 af 1

MoonFire

Skuggavinna - Djúp hugleiðsla frá Moonfire (9 mín)

Skuggavinna - Djúp hugleiðsla frá Moonfire (9 mín)

Venjulegt verð 6.500 ISK
Venjulegt verð Söluverð 6.500 ISK
Sala Uppselt
Skattar innifaldir. Sendingarkostnaður reiknaður við afgreiðslu.

Þessi djúpa og nærgætna hugleiðsla leiðir þig í mjúkt ferðalag inn í þína innri veröld þar sem þú mætir skuggunum þínum, þeim hlutum sem hafa verið falin, gleymd eða geymd. Skuggarnir þínir eru ekki eitthvað sem þú þarft að óttast eða flýja – heldur minningar, sár og brot úr fortíðinni sem bíða þess að fá að verða séð og samþykkt.

Í þessari hugleiðslu færðu tækifæri til að:

  • Mæta mistökum, áföllum og sársauka með nýjum augum.

  • Fyrirgefa sjálfri/sjálfu/m þér og skila því sem þú þarft ekki að bera lengur.

  • Endurheimta orkuna þína, ástina þína og ljósið þitt.

  • Umbreyta skuggunum í styrk, visku og heild.

Þetta er ekki létt æfing, heldur djúpt og mjúkt innra ferðalag sem getur opnað fyrir heilun og sjálfsþekkingu. Gott er að hlusta í ró og næði, þar sem þú getur leyft þér að finna allt sem kemur upp – án dóms og án þess að þurfa að laga neitt.

Mundu: Tilfinningar sem koma upp eru hluti af ferðalaginu. Þú þarft ekki að flýta þér í gegnum þær – heldur máttu mæta þeim í mildi.

Þessi hugleiðsla getur stutt þig við að sleppa takinu á reiði, biturð og gömlum sársauka – og þannig skapað rými fyrir þitt innra ljós. Með því að kaupa þessa djúpu hugleiðslu getur þú snúið aftur í þennan stutta leiðangur eins oft og þú þarft – og tekið fyrir einn skugga í einu.

Upptökur: Stúdíó Bambus. Undirtónar eftir Stefán Örn Gunnlaugsson sem hægt er að hlusta á hér:


Þessi hljóðupptaka er persónuleg eign kaupanda og eingöngu ætluð til einkanotkunar. Það er hvorki leyfilegt að dreifa henni, deila né selja áfram.

Sjá nánari upplýsingar